Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 13:01 Anthony Stolarz var á endanum fluttur á sjúkrahús eftir höfuðhöggin sem hann fékk í gær. Getty/Michael Chisholm Anthony Stolarz, markvörður Toronto Maple Leafs, kastaði upp og varð að yfirgefa svellið eftir tvö slæm höfuðhögg í leik gegn Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí í gær. Þetta var fyrsti leikur liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar og gátu Stolarz og félagar fagnað 5-4 sigri að lokum. Það fór hins vegar um marga þegar hinn 31 árs gamli Stolarz fékk olnboga Sam Bennett í höfuðið og lá flatur eftir á svellinu. Per @reporterchris, Anthony Stolarz left Scotiabank Arena on a stretcher during the third period following this collision with Sam Bennett pic.twitter.com/JXDQugOTwr— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) May 6, 2025 Stolarz kom sér á fætur og hélt áfram að spila í tvær mínútur en skautaði svo að varamannabekknum og ældi þar, áður en hann yfirgaf höllina á börum og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. When I initially posted on Anthony Stolarz I didn't know they initially left him in for more than two minutes until he started vomiting on the bench. We need to do better.PSA: If you vomit multiple times after a brain injury, get to the emergency room. pic.twitter.com/2mMR52mmDk— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Stolarz hafði fyrr í leiknum fengið pökkinn í höfuðið af slíku afli að gríma hans datt af. Telja sérfræðingar að þá þegar gæti markvörðurinn hafa fengið heilahristing þó að höggið frá Bennett hafi endanlega gert útslagið varðandi það að Stolarz gæti spilað meira. Update: Anthony Stolarz likely suffered a first #comcussion 5 minutes into the game when he took a puck to face that knocked his mask off. 25 seconds after the hit he did a SHAAKE (Spontaneous Headshake after a Kinematic Event) which predicts concussion 72% of the time. https://t.co/HfiBmJSnKV pic.twitter.com/M8DFcAtWyB— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Chris Nowinski, taugasérfræðingur og stofnandi Concussion Legacy Foundation, segir á Twitter að það verði að gera betur í að gæta að heilsu leikmanna vegna höfuðhögga. Það sé ekki gert með því að láta leikmann spila áfram eftir högg eins og Stolarz fékk í gær og þegar menn æli vegna höfuðmeiðsla sé það eina í stöðunni að leita á bráðamóttöku. "I get it, they miss calls but that's clearly a penalty."Craig Berube on Sam Bennett's hit on Anthony Stolarz. pic.twitter.com/0EAZmD3qLS— Spittin' Chiclets (@spittinchiclets) May 6, 2025 Craig Berube, þjálfari Toronto, var ekki í vafa um að refsa hefði átt Bennett fyrir höggið sem markvörður hans fékk: „Olnbogi í höfuðið, augljóslega. Þetta gerist ekki augljósara. Ég er ekki viss um af hverju það var ekki dæmt á þetta. Ég skil að menn missi af sumum atvikum en þetta var augljóslega víti,“ sagði Berube. Íshokkí Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar og gátu Stolarz og félagar fagnað 5-4 sigri að lokum. Það fór hins vegar um marga þegar hinn 31 árs gamli Stolarz fékk olnboga Sam Bennett í höfuðið og lá flatur eftir á svellinu. Per @reporterchris, Anthony Stolarz left Scotiabank Arena on a stretcher during the third period following this collision with Sam Bennett pic.twitter.com/JXDQugOTwr— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) May 6, 2025 Stolarz kom sér á fætur og hélt áfram að spila í tvær mínútur en skautaði svo að varamannabekknum og ældi þar, áður en hann yfirgaf höllina á börum og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. When I initially posted on Anthony Stolarz I didn't know they initially left him in for more than two minutes until he started vomiting on the bench. We need to do better.PSA: If you vomit multiple times after a brain injury, get to the emergency room. pic.twitter.com/2mMR52mmDk— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Stolarz hafði fyrr í leiknum fengið pökkinn í höfuðið af slíku afli að gríma hans datt af. Telja sérfræðingar að þá þegar gæti markvörðurinn hafa fengið heilahristing þó að höggið frá Bennett hafi endanlega gert útslagið varðandi það að Stolarz gæti spilað meira. Update: Anthony Stolarz likely suffered a first #comcussion 5 minutes into the game when he took a puck to face that knocked his mask off. 25 seconds after the hit he did a SHAAKE (Spontaneous Headshake after a Kinematic Event) which predicts concussion 72% of the time. https://t.co/HfiBmJSnKV pic.twitter.com/M8DFcAtWyB— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Chris Nowinski, taugasérfræðingur og stofnandi Concussion Legacy Foundation, segir á Twitter að það verði að gera betur í að gæta að heilsu leikmanna vegna höfuðhögga. Það sé ekki gert með því að láta leikmann spila áfram eftir högg eins og Stolarz fékk í gær og þegar menn æli vegna höfuðmeiðsla sé það eina í stöðunni að leita á bráðamóttöku. "I get it, they miss calls but that's clearly a penalty."Craig Berube on Sam Bennett's hit on Anthony Stolarz. pic.twitter.com/0EAZmD3qLS— Spittin' Chiclets (@spittinchiclets) May 6, 2025 Craig Berube, þjálfari Toronto, var ekki í vafa um að refsa hefði átt Bennett fyrir höggið sem markvörður hans fékk: „Olnbogi í höfuðið, augljóslega. Þetta gerist ekki augljósara. Ég er ekki viss um af hverju það var ekki dæmt á þetta. Ég skil að menn missi af sumum atvikum en þetta var augljóslega víti,“ sagði Berube.
Íshokkí Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira