Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 20:06 Nýr forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, hélt á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00