Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 10:14 Donald Trump og Jeanine Pirro. Forsetinn hefur gert þáttastjórnandann að ríkissaksóknara í Washington DC. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira