Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 20:10 Mikel Arteta huggar Jurrien Timber eftir tap Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Richard Heathcote Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira