Innlent

230 í­búðir í byggingu í Þor­láks­höfn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þorlákshöfn tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfusi en íbúar þess eru tæplega þrjú þúsund í dag. 230 nýjar íbúðir eru nú í byggingu í Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfusi en íbúar þess eru tæplega þrjú þúsund í dag. 230 nýjar íbúðir eru nú í byggingu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt.

Þorlákshöfn er hluti af Sveitarfélaginu Ölfus, sjávarbær í Árnessýslu þar sem er um 40 mínútna akstur til og frá Reykjavík. Mjög mikil uppbygging á sér nú stað í Þorlákshöfn, það er alls staðar verið að byggja og framkvæmdir í gangi á öllum vígstöðvum.

Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Ölfusi leiðist ekki starfið sitt í svona mikilli uppbyggingu.

„Já, það er ótrúlega gaman, þetta er virkilega gefandi og gott. Tækifærin eru svo mikil, við finnum það á öllu, sem hér er að gerst. Það er 230 íbúðir í byggingu akkúrat í dag og höfnin er búin að vera að stækka mikið. Við getum núna tekið á móti 200 metra löngum skipum í staðin fyrir 130 metra. Það er verið að endurnýja sundlaugina, byggja við grunnskólann og svo lengi má áfram telja. Svo ekki sé minnst á það að við erum búin að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda um 40% síðan 2018,“ segir Elliði.

Þorlákshöfn er greinilega mjög „heitur“ staður í dag því þar eru 230 íbúðir í byggingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En mun öll þessi uppbygging halda áfram í Þorlákshöfn næstu árin eða hvað?

„Ég er mjög bjartsýnn á næstu ár. Það er náttúrulega alltaf ákveðin vafi og ég er búin að vera bæjarstjóri núna í 18 ár og nánast með krónískt magasár af ótta við reksturinn en ég er með skásta móti þessa dagana því þetta lítur vel út hjá okkur af því gefnu að við höldum áfram á þeirri braut, sem við höfum verið“, segir kampakátur bæjarstjóri í Ölfusi.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem er einn af þeim, sem stýrir uppbyggingunni í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða sveitarfélagsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×