„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 11:32 Fyrirliðinn Millie Bright fagnar sjötta titli Chelsea í röð. Morgan Harlow/Getty Images Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira