Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 19:27 Formenn félaga fornleifafræðinga og forvarða eru uggandi yfir stöðunni. Vísir/Samsett Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim. Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær. Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær.
Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira