„Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 20:38 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sér liðið ekki vera lengi i botnsætinu með svona spilamennsku. vísir/Hulda Margrét KA-menn sitja áfram í botnsæti Bestu deildar karla eftir tap á móti Blikum en þjálfarinn var ánægður með spilamennsku liðsins. Breiðablik sigraði KA 1-0 í fimmtu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Aron Bjarnason skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. KA menn fengu nokkur tækifæri til að koma boltanum í netið en árangurs. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var mjög ánægður þrátt fyrir tap og segir sitt lið hafa verið frábært. „Bara svekktur. Mjög flott frammistaða í dag, við erum sterkir heima og vorum það líka í dag og erum mjög svekktir að hafa ekki farið með eitthvað úr þessum leik því að það var ekki sanngjarnt.”Blikar voru mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér mikið. Var Hallgrímur ósáttur með lið hans hafi ekki herjað meira á Breiðablik og gert meira úr leiknum? Herjuðum vel á þá „Nei alls ekki, bara herjuðum vel á þá. Okkar taktík var að vera aðeins aftarlega og það gekk bara fullkomlega upp. Þeir skora hérna eftir horn, við erum ellefu í okkar teig, vel gert hjá þeim, heppni eitthvað. Rúllar undir okkur og inn. Við sköpum hérna dauðafæri, Viðar, sem Anton ver glæsilega. Þeir bjarga á línu eftir horn. Við vildum fá víti þannig virkilega virkilega flottir og þetta er sú frammistaða og sá vilji sem ég var að kalla eftir og ég fékk það í dag og er bara gríðarlega ánægður með strákana. Þetta er ekki flókið, ef við mætum svona í leiki þá gerast góðir hlutir og við munum fá fullt af stigum því við mættum virkilega góðu liði í dag og mér finnst þeir fara mjög ósanngjarnt heim með þrjú stig.” Það voru nokkur hávær köll frá KA mönnum þar sem þeir vildu fá m.a. víti og rautt spjald í sitt hvoru atvikinu. Fannst Hallgrími halla á sitt lið í dag? Svo fengu þeir að tefja rosalega mikið „Ég veit það ekki. Bara sagði það sem mér fannst á línunni. Mér fannst þetta vera brot og svo fengu þeir að tefja rosalega mikið og skipting alls konar bull og bætt við fjórum mínútum sem mér fannst óskiljanlegt en ég ætla ekki að kvarta mikið yfir því. Bara ánægður með strákana, virkilega flott frammistaða og við áttum skilið að fá meira úr þessum leik og ég held að það sjái allir sem horfðu á liðið í dag að þetta er KA liðið sem við viljum sjá.” Fyrir leik gaf Hallgrímur í skyn að Hallgrímur Mar, Hrannar Björn og Jóan Símun hafi ekki verið í byrjunarliðinu í dag vegna vinnuframlags í síðsta leik og var því spurður hvernig honum hafi fundist innkoma Hallgríms Mars og Jóan Símun sem komu inn á í síðari hálfleik. Ljónheppnir að við skorum ekki „Bara flottir, komu inn á, unnu vel fyrir liðið og sköpuðu. Eins og ég segi við lágum við á þeim í lokin og þeir eru ljónheppnir að við skorum ekki, það var ekkert annað en það, þannig bara virkilega ánægður með þá. Ef maður leggur sig mikið fram þá eru miklar líkur á að þú fáir að spila.” „Jú. Eða svara fyrir þetta? Við eigum bara frábæra frammistöðu”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort það væri ekki gott að fá heimaleik strax á fimmtudaginn þegar KA og Fram mætast í 16-liða úrslitum mjólkurbikarsins og hélt áfram: „Ég hlakka bara til að eiga aðra eins góða frammistöðu gegn Fram og þá eigum við virkilega flott möguleika á að fara áfram og þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og unnum bikarinn í fyrra og okkur langar rosalega að fara langt og það mun sjást á fimmtudaginn.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Breiðablik sigraði KA 1-0 í fimmtu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Aron Bjarnason skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. KA menn fengu nokkur tækifæri til að koma boltanum í netið en árangurs. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var mjög ánægður þrátt fyrir tap og segir sitt lið hafa verið frábært. „Bara svekktur. Mjög flott frammistaða í dag, við erum sterkir heima og vorum það líka í dag og erum mjög svekktir að hafa ekki farið með eitthvað úr þessum leik því að það var ekki sanngjarnt.”Blikar voru mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér mikið. Var Hallgrímur ósáttur með lið hans hafi ekki herjað meira á Breiðablik og gert meira úr leiknum? Herjuðum vel á þá „Nei alls ekki, bara herjuðum vel á þá. Okkar taktík var að vera aðeins aftarlega og það gekk bara fullkomlega upp. Þeir skora hérna eftir horn, við erum ellefu í okkar teig, vel gert hjá þeim, heppni eitthvað. Rúllar undir okkur og inn. Við sköpum hérna dauðafæri, Viðar, sem Anton ver glæsilega. Þeir bjarga á línu eftir horn. Við vildum fá víti þannig virkilega virkilega flottir og þetta er sú frammistaða og sá vilji sem ég var að kalla eftir og ég fékk það í dag og er bara gríðarlega ánægður með strákana. Þetta er ekki flókið, ef við mætum svona í leiki þá gerast góðir hlutir og við munum fá fullt af stigum því við mættum virkilega góðu liði í dag og mér finnst þeir fara mjög ósanngjarnt heim með þrjú stig.” Það voru nokkur hávær köll frá KA mönnum þar sem þeir vildu fá m.a. víti og rautt spjald í sitt hvoru atvikinu. Fannst Hallgrími halla á sitt lið í dag? Svo fengu þeir að tefja rosalega mikið „Ég veit það ekki. Bara sagði það sem mér fannst á línunni. Mér fannst þetta vera brot og svo fengu þeir að tefja rosalega mikið og skipting alls konar bull og bætt við fjórum mínútum sem mér fannst óskiljanlegt en ég ætla ekki að kvarta mikið yfir því. Bara ánægður með strákana, virkilega flott frammistaða og við áttum skilið að fá meira úr þessum leik og ég held að það sjái allir sem horfðu á liðið í dag að þetta er KA liðið sem við viljum sjá.” Fyrir leik gaf Hallgrímur í skyn að Hallgrímur Mar, Hrannar Björn og Jóan Símun hafi ekki verið í byrjunarliðinu í dag vegna vinnuframlags í síðsta leik og var því spurður hvernig honum hafi fundist innkoma Hallgríms Mars og Jóan Símun sem komu inn á í síðari hálfleik. Ljónheppnir að við skorum ekki „Bara flottir, komu inn á, unnu vel fyrir liðið og sköpuðu. Eins og ég segi við lágum við á þeim í lokin og þeir eru ljónheppnir að við skorum ekki, það var ekkert annað en það, þannig bara virkilega ánægður með þá. Ef maður leggur sig mikið fram þá eru miklar líkur á að þú fáir að spila.” „Jú. Eða svara fyrir þetta? Við eigum bara frábæra frammistöðu”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort það væri ekki gott að fá heimaleik strax á fimmtudaginn þegar KA og Fram mætast í 16-liða úrslitum mjólkurbikarsins og hélt áfram: „Ég hlakka bara til að eiga aðra eins góða frammistöðu gegn Fram og þá eigum við virkilega flott möguleika á að fara áfram og þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og unnum bikarinn í fyrra og okkur langar rosalega að fara langt og það mun sjást á fimmtudaginn.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira