Fótbolti

Dæmir úr­slita­leik Evrópu­deildar þrátt fyrir um­deilda for­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gefur Declan Rice gula spjaldið.
Gefur Declan Rice gula spjaldið. EPA-EFE/YOAN VALAT

Hinn þýski Felix Zwayer mun dæma úrslitaleik Evrópudeildar þar sem Manchester United og Tottenham Hotspu rmætast. Hann var árið 2005 dæmdur í hálfs árs bann af DFB, þýska knattspyrnusambandinu, vegna tengingar við veðmálasvindl.

Felix var þá dómari í þýski B-deildinni og fékk greiddar 300 evrur fyrir leik. Hann lét ekki vita af greiðslunni og var í kjölfarið dæmdur í hálfs árs bann. Það var hins vegar ekkert í dómgæslu hans sem benti til að hann væri að reyna hafa áhrif á leikinn.

Þá var Felix einn þeirra sem lét vita að Robert Hoyzer, annar dómari, væri að reyna hafa áhrif á leiki gegn greiðslu. Sá var dæmdur í lífstíðarbann.

Felix er með betri dómurum Evrópu í dag og hefur á undanförnum misserum meðal annars dæmt í Meistaradeild Evrópu og á EM síðasta sumar. Dæmdi hann annan af leikjum Arsenal og París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og leik Englands og Hollands í undanúrslitum á EM fyrir ári síðan.

Að því tilefni var rifjað upp þegar Jude Bellingham, leikmaður enska landsliðsins og Real Madríd, lét Felix heyra það er Bellingham lék með Borussia Dortmund.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram 21. maí næstkomandi í Bilbao. Þrátt fyrir ömurlegt gengi heima fyrir getur annað hvort Man Utd eða Tottenham tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×