Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 15:55 Ferðamennirnir biðu utan rútunnar meðan annar bílstjóri var kallaður út. Vísir Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða. Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða.
Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira