Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 21:09 Tékkinn Adonxs gæti þurft að bæta sig fyrir seinni undankeppni Eurovision á morgun, en hann hefur fallið verulega í veðbönkum. Getty/Jens Büttner Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld. Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld.
Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira