Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2025 10:31 Sigrún hefur unnið á Stöð 2 í sextán ár. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast. Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast.
Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira