Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2025 14:40 Þorleifur Jón Hreiðarsson, keilari vígalegur með plastkeilukúlu. Hann segist árum saman hafa mátt sæta einelti af hálfu Keilusambandinu og nú er honum, nýbökuðum Íslandsmeistara öldunga, haldið fyrir utan landsliðið sem er að fara á heimsmeistaramót í október. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. „Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“ Keila ÍSÍ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“
Keila ÍSÍ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent