„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 11:30 Oliver Glasner hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Rob Newell Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner. Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner.
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira