50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2025 08:00 Einmanaleiki er svo mikill heimsfaraldur að Bretar hafa stofnað ráðuneyti til að sporna við einmanaleika. Sigríður Hulda Jónsdóttir, eigandi SHJ ráðgjafar, segir fólk geta verið nístandi einmana með fjölskyldu eða í vinahóp. Oft sé sárara að vera einmana í hjónabandi en að vera einmana og makalaus. Vísir/Anton Brink „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. Og leiðréttir þar með að einmannaleiki sé eingöngu meðal þeirra sem eru til dæmis ógiftir eða barnlausir. Það er oft sárara að vera einmana í hjónabandi sínu heldur en að vera einmana og makalaus,“ útskýrir Sigríður Hulda og bætir við: „Vissulega fylgir einbýli oft einmannakennd, en það er vel þekkt að upplifa einmanaleika innan um aðra, jafnvel í félagsskap sem maður þekkir og ,,á“ að tilheyra. Þetta hefur oft með sjálfstraust að gera og lífssögu okkar. Ef við finnum ekki skilning, tengsl eða samþykki þeirra sem við erum með getur það skapað einmanaleika.“ Þessi einmanaleiki getur til dæmis gert vart við sig þegar og ef við erum með fólki sem við treystum ekki að samþykki okkur eins og við erum í raun. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um einmanaleika og beina sjónunum sérstaklega að fólki í aldurshópnum 50+ og einmanaleika fyrir og eftir starfslok. Ekkert til að skammast sín fyrir Allar tölur sýna að því miður er einmanaleiki í heiminum að aukast hratt og því vilja sumir meina að um heimsfaraldur sé að ræða. Bretar hafa til dæmis fyrst þjóða stofnað sérstakt einmanaleikaráðuneyti, með það að leiðarljósi að reyna að sporna við þessari þróun. „Með þessu viðurkenna Bretar þessa ógn sem er samfélaginu líka dýr. Því einmana fólk er oft lengur að ná sér af veikindum, hefur minni lífsvilja, hugsar verr um heilsuna og svo framvegis.“ Sigríður Hulda hefur staðið fyrir fjöldanum öllum af sjálfseflandi námskeiðum og stefnumótunarvinnu fyrir vinnustaði. Til dæmis námskeið um lífsgæði og stefnumótun í eigin lífi fyrir hópa á Ítalíu og Spáni og sjálfseflandi námskeið fyrir um 2500 manns í starfsendurhæfingu VIRK. Sigríður Hulda er jógakennari með meiru því hún er með MBA gráðu í stjórnun og viðskiptum, MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfsþróun, BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og kennsluréttindi, allt frá Háskóla Íslands. Þá er hún einn af kennurum í Magnavitanáminu í HR, en það nám er fyrir fólk sem vill undirbúa þriðja æviskeiðið og þau gæði sem sá lífskafli getur veitt. Eitt af því sem Sigríður Hulda segir gott fyrir okkur öll að hafa í huga er að skilja hvernig breytt samfélag og breyttur tíðarandi er líkleg meðal skýringa á því hvers vegna einmanaleiki er orðinn svona algengur. „Ég er alin upp í sveit og þá var alltaf stutt að hlaupa yfir til ömmu og afa, við höfum aðskilið kynslóðir og erum mikið á okkar ,,stofnunum“ allan daginn: Í leikskólum, skólum, á vinnustöðum eða hjúkrunarheimilum. Þetta þýðir að nándin, rólegheitin, að sitja og spjalla, kíkja í heimsókn og rækta tengsl og vináttu hefur kannski orðið út undan.“ Sjálf er hún stödd við Gardavatnið á Ítalíu með hóp úr Magnavitanáminu í HR. „Þar er ég með skemmtilega vinnusmiðju um lífsgæði og farsæld í tilverunni. Að lifa og leika skiptir máli bæði fyrir og eftir starfslok,“ segir Sigríður Hulda hressilega. Að lifa og leika er svo mikilvægt segir Sigríður Hulda sem gefur okkur líka góð ráð um það, hvernig hægt er að sporna við einmanatilfinningunni. Sigríður sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og hópa en hefur líka verið með fjöldann allan af sjálfseflandi námskeiðum. Þar á meðal á Spáni og á Ítalíu. Deyja fyrir aldur fram Þegar rýnt er í tölur úr rannsóknum má sjá að um 33% fólks á aldrinum 50-80 ára í Bandaríkjunum upplifir einmanaleika stundum eða oft. Í Evrópu virðist hlutfallið aðeins lægra því þar sýna tölur úr ýmsum rannsóknum að á bilinu 23-34% eldra fólks upplifir einmanaleika og hluti þeirra félagslega einangrun. Þetta gæti hljómað jákvætt fyrir okkur á fróni en Sigríður Hulda segir rétt að staldra við hér eins og annars staðar. „Því í rannsókn ESB frá 2022 þar sem algengi einmanaleika var skoðað óháð aldri, sögðust um 13% Evrópubúa upplifa einmanaleika oft eða alltaf og 35% finna fyrir einmannaleika annað slagið. Þetta sýnir okkur að einmanaleiki er heilt yfir meiri hjá eldra fólki í Evrópu.“ Í öllum tilfellum segir Sigríður Hulda einmanaleika síðan fyrirfinnast í meira mæli hjá fólki sem býr ekki við góða andlega eða líkamlega heilsu, hjá atvinnuleitendum, öryrkjum eða fólki sem hefur orðið fyrir áföllum og missi. Það sem rannsóknir sýna okkur er að einmanaleiki er skaðlegur fyrir andlega, félagslega og líkamlega heilsu okkar. Dr. Murthy hefur rannsakað einmanaleikann mikið og það var hann sem kynnti þær niðurstöður að einmanaleiki styttir lífsskeiðið jafn mikið og að reykja fimmtán sígarettur á dag og einmana fólk er 50% líklegra til að deyja fyrir aldur fram.“ Í þessu samhengi má líka benda á að einmanaleiki er að aukast hratt í öllum aldurshópum: Líka hjá unga fólkinu. Allar rannsóknir sýna þó það sama: Að mestu skipti að fólk haldi heilbrigðum félagslegum tengslum. „Tengsl eru líkleg til að skapa betri lífsstíl en einangrun gerir okkur viðkvæmari fyrir vanlíðan og veikindum - og getur því haft djúpstæð áhrif á heilsu okkar, jafnvel aukið bólgumyndun í líkama, veikt ónæmiskerfið og gert okkur viðkvæmari fyrir streitu og kulnun,“ segir Sigríður Hulda og bætir við: „Það er okkur lífsnauðsynlegt að rækta náin tengsl við aðra manneskju, tilheyra, vera ekki einn eða út undan.“ Sigríður Hulda tekur dæmi um hvernig við mannfólkið erum ekkert endilega svo ólík spendýrum hvað þetta varðar. „Síðastliðið haust fór ég til Afríku og þegar ég horfði hugfangin á dýrahjarðir á vernduðum svæðum hugsaði ég einmitt með mér að hvernig þetta er alls staðar eins. Því ef þú villist frá hjörðinni eða hjörðin hafnar þér þá er líf þitt í hættu.“ Sigríður Hulda segir nýja rannsókn frá Harvard háskóla sýna vel hversu mikil þörf manneskjan hefur fyrir tengsl. „Þessi þörf okkar fyrir félagsleg tengsl er svo líffræðilega rótgróin í okkur að hún er sambærileg og grunnþarfir eins og að fá mat og svefn. Rannsóknin greindi taugabrautir í heilanum sem stjórna félagslegri þörf, sem skýrir hvers vegna skortur á tengslum getur haft djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu.“ Fæstir gera sér grein fyrir að einmanaleiki styttir lífsskeiðið jafn mikið og ef fólk reykir fimmtán sígarettur á dag. Sigríður Hulda segir lykilatriðið snúast um að rækta heilbrigð og góð félagsleg tengsl. Þó þurfi fólk að skilja að það að vera einn eða einmana er ekki það saman. Vísir/Anton Brink Hverjir geta orðið einmana? Þegar kemur að alvarleika einmanaleikans á líf og heilsu, segir Sigríður Hulda mikilvægt að muna að náin sambönd og nánd skapar fólki hamingju umfram völd, frægð eða fjármuni. Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á í áratugi. Það er hins vegar mikill misskilningur að það eitt og sér að eiga maka, börn og vini koma í veg fyrir að fólk verði einmana. Því málið snýst ekki um hvort við eigum einhverja að heldur hvort við séum í góðum og virkum félagslegum tengslum. „Já stundum heyrir maður þá sem eiga fjölskyldu segja við þá sem búa einir: ,,Ég væri nú alveg til í að fá smá tíma út af fyrir mig og frí frá öllu“, en það er bara ekki tilveran sem sá sem býr einn lifir við, sá aðili er ekki í tímabundnu fríi, að búa ein/n er hans daglegi raunveruleiki og það á misvel við fólk eins og gengur,“ segir Sigríður Hulda en bætir við: „Við getum fundið einmanaleika þrátt fyrir að vera í reglulegu samneyti við aðra ef við söknum nándar, trausts og dýpri tengsla.“ Og Sigríður Hulda segir jafnframt: „Það sem skiptir mestu máli er hvort persónubundinni þörf okkar fyrir félagsleg samskipti og tengsl sé fullnægt. Að vera ein/einn þarf alls ekki að vera það sama og að vera einmana, það er þetta jafnvægi milli þess að vera með sjálfum sér og að vera með öðrum sem er persónubundið og mikilvægt. Ákveðin einsemd er okkur holl og getur skapað friðsæld innra með okkur, þá þarf það að vera val viðkomandi sem styður við vellíðan og heilbrigði.“ Vissulega geti það þó oft verið að fólk sem býr eitt sé líklegra en margir aðrir til að upplifa einmanaleika, því þá eru dagleg samskipti við annað fólk oft minni. Niðurstaðan snúist þó alltaf um það sama: Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Sigríður Hulda segir fólk sem hefur upplifað einmanaleika áður líklegra en annað fólk til að upplifa einmanaleika eftir starfsflok. Það eigi líka við um fólk sem hefur að miklu leyti skilgreint ímynd sína í gegnum starfið. Einmanaleiki sprettur af þeirri tilfinningu að upplifa skort á fullnægjandi og heilbrigðum félagslegum tengslum.Vísir/Anton Brink Þegar talið berst að einmanaleika við starfslok segir Sigríður Hulda. „Einstaklingar sem upplifa einmanaleika fyrir starfslok eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndiseinkenni eftir starfslok. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að styðja við félagsleg tengsl áður en fólk hættir störfum. Fjölskyldustaða og virkni innan fjölskyldu er mótandi þáttur, lífsgleði, virkni, vanvirkni og drifkraftur í fari einstaklingsins skipta líka máli.“ Sigríður Hulda nefnir fleiri dæmi. „Þeir sem skilgreina ímynd sína sterkt í gegnum starfið, hafa ekki byggt upp félagslegt net eða áhugamál finna oft mikinn tómleika og tilgangsleysi við starfslok. Þessi tilfinning virðist þó oft ekki koma strax, fyrst kemur léttir og upplifunin að vera í fríi, en eftir nokkra mánuði tekur veruleikinn við.“ Sigríður Hulda segir rannsóknir sýna að einmanaleiki við starfslok sé flókið fyrirbrigði. Alltaf snúist líðanin þó um skort á félagslegum tengslum. „Svo má ekki gleyma því að félagsþörf okkar er misjöfn. Við getum fundið einmanaleika þrátt fyrir að vera í reglulegu samneyti við aðra ef við söknum nándar, trausts og dýpri tengsla.“ Sem betur fer er hafsjór af góðum ráðum sem fólk getur gripið til gegn einmanaleikatilfinningunni. Sigríður Hulda útsýrir fyrir okkur hvernig við þurfum að horfa á félagsleg tengsl og samskipti miðað við þrjár ólíkar víddir: Í fjölskyldunni okkar, í vina- og kunningjahjópnum okkar og síðan í samfélaginu. Góðu ráðin Sem betur fer er hafsjór að góðum ráðum gegn þeim heimsfaraldri sem einmanaleikinn virðist vera. Við starfslok skiptir til dæmis máli að halda áfram daglegri rútínu. „Góð dagleg rútína, hreyfing, félagsskapur, áhugamál, verkefni sem hafa merkingu og jafnvel eitthvað nýtt og spennandi – eru allt mikilvægir þættir við starfslok. Þetta þarf að undirbúa og byggja upp.“ Að fólk endurskipuleggi sig þannig að aukin áhersla sé lögð á góð félagsleg tengsl er líka mikilvægt. „Kvenfélag út á landi getur unnið gegn einmanaleika og þar með aukið lífsgæði og tilgang einstaklings til að lifa og vera virkur í samfélaginu,“ nefnir Sigríður Hulda sem dæmi um hvernig félagsstarf getur hjálpað. Þá segir Sigríður Hulda það mikilvægt að samfélagið í heild sinni forðist þá „stimplun“ sem hefur fylgt því að ræða um einmanaleikann. Mikilvægt sé að opna á umræðuna. Það þykir ekki töff að segjast vera einmana. Því fara aðrir að hugsa: já er hann/hún svona leiðinleg eða ósjálfbjarga.“ Í ljósi þess hversu einmanaleiki er að aukast hratt og hversu alvarlegur hann er heilsu fólks, sé mikilvægt að sporna við því að fólk upplifi skömm af því að viðurkenna einmanaleika. Sigríður Hulda segir það geta skapað ákveðna skömm hjá fólki að viðurkenna einmanaleika. „Þessi skömm tengist þeirri upplifun að vera ekki verður ástar eða að vera hafnað. Sem flestir hafa upplifað einhvern tíma um ævina, mismunandi sterkt og þar af leiðandi hafa áhrifin verið mismikil. Stundum höfum við bælt svona óöryggi rækilega niður án þess að gera okkur grein fyrir því.“ Sigríður Hulda segir mikilvægt að opna umræðuna um einmanaleikann því hann sé svo skaðlegur andlegri og líkamlegri heilsu, sé dýr fyrir samfélagið og þó að aukast svo hratt að það að fólk skammist sín fyrir að vera einmana og þori því ekki að ræða um það einfaldlega gengur ekki lengur. Vísir/Anton Brink Þegar við höfum viðurkennt vandann, fyrir sjálfum okkur eða öðrum, er fyrsta víddin sem Sigríður Hulda segir að við þurfum að skoða sé fjölskylda og vinir og þessi daglegu tengsl. „Hér eru nánustu tengslin og tilfinningin um að tilheyra sem er okkur nauðsynleg. Í þessari vídd er mikilvægt að finna skjól og skapa skjól fyrir þig og þína.“ Næst eru það vinir og kunningjar. „Það skiptir máli að vera hluti af hóp eða félagsskap sem hittist reglulega og gerir eitthvað jákvætt og gefandi saman. Til dæmis í hreyfihóp sem fer að ganga eða hjóla, í bókaklúbbi, matarklúbbi, spjallklúbbi, félagasamtökum og svo framvegis.“ Þriðja víddin er síðan sú að vera hluti af samfélaginu. „Það getur þýtt að hjálpa öðrum eða láta gott af sér leiða, að nýta sér menningu og viðburði, opin rými eins og söfn eða sundlaugar, fara á kaffihús og fleiri staði þar sem þú ert innan um aðra.“ Sigríður Hulda nefnir dæmi frá sjálfri sér. „Nánd og einlægni eru mér mikilvæg þannig að félagsskapur þar sem ég upplifi litla einlægni hentar mér ekki vel. En hver og einn þarf að finna það sem gefur okkur og rækta það.“ Þess vegna sé svo gott að vera meðvituð um þessar þrjár ólíku víddir sem félagsauðurinn byggir á og rækta þessar víddir á þann hátt sem gagnast okkur best. Atriði eins og umburðalyndi, kærleikur og heilbrigð mörk hjálpi okkur til að skoða hvort það sé einhver skekkja í samböndum okkar við fólk eða hvort það sé jafnræði. Út frá þessu þurfi síðan að vinna. „Hver og einn þarf að finna það sem gefur og rækta það, eins og við séum að raða blómum í kringum okkur og gefum okkur tíma til að vökva þau, veita þeim athygli – hlusta og segja „mér þykir vænt um þig:“ Látum okkur varða um hvert annað.“ Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Og leiðréttir þar með að einmannaleiki sé eingöngu meðal þeirra sem eru til dæmis ógiftir eða barnlausir. Það er oft sárara að vera einmana í hjónabandi sínu heldur en að vera einmana og makalaus,“ útskýrir Sigríður Hulda og bætir við: „Vissulega fylgir einbýli oft einmannakennd, en það er vel þekkt að upplifa einmanaleika innan um aðra, jafnvel í félagsskap sem maður þekkir og ,,á“ að tilheyra. Þetta hefur oft með sjálfstraust að gera og lífssögu okkar. Ef við finnum ekki skilning, tengsl eða samþykki þeirra sem við erum með getur það skapað einmanaleika.“ Þessi einmanaleiki getur til dæmis gert vart við sig þegar og ef við erum með fólki sem við treystum ekki að samþykki okkur eins og við erum í raun. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um einmanaleika og beina sjónunum sérstaklega að fólki í aldurshópnum 50+ og einmanaleika fyrir og eftir starfslok. Ekkert til að skammast sín fyrir Allar tölur sýna að því miður er einmanaleiki í heiminum að aukast hratt og því vilja sumir meina að um heimsfaraldur sé að ræða. Bretar hafa til dæmis fyrst þjóða stofnað sérstakt einmanaleikaráðuneyti, með það að leiðarljósi að reyna að sporna við þessari þróun. „Með þessu viðurkenna Bretar þessa ógn sem er samfélaginu líka dýr. Því einmana fólk er oft lengur að ná sér af veikindum, hefur minni lífsvilja, hugsar verr um heilsuna og svo framvegis.“ Sigríður Hulda hefur staðið fyrir fjöldanum öllum af sjálfseflandi námskeiðum og stefnumótunarvinnu fyrir vinnustaði. Til dæmis námskeið um lífsgæði og stefnumótun í eigin lífi fyrir hópa á Ítalíu og Spáni og sjálfseflandi námskeið fyrir um 2500 manns í starfsendurhæfingu VIRK. Sigríður Hulda er jógakennari með meiru því hún er með MBA gráðu í stjórnun og viðskiptum, MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfsþróun, BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og kennsluréttindi, allt frá Háskóla Íslands. Þá er hún einn af kennurum í Magnavitanáminu í HR, en það nám er fyrir fólk sem vill undirbúa þriðja æviskeiðið og þau gæði sem sá lífskafli getur veitt. Eitt af því sem Sigríður Hulda segir gott fyrir okkur öll að hafa í huga er að skilja hvernig breytt samfélag og breyttur tíðarandi er líkleg meðal skýringa á því hvers vegna einmanaleiki er orðinn svona algengur. „Ég er alin upp í sveit og þá var alltaf stutt að hlaupa yfir til ömmu og afa, við höfum aðskilið kynslóðir og erum mikið á okkar ,,stofnunum“ allan daginn: Í leikskólum, skólum, á vinnustöðum eða hjúkrunarheimilum. Þetta þýðir að nándin, rólegheitin, að sitja og spjalla, kíkja í heimsókn og rækta tengsl og vináttu hefur kannski orðið út undan.“ Sjálf er hún stödd við Gardavatnið á Ítalíu með hóp úr Magnavitanáminu í HR. „Þar er ég með skemmtilega vinnusmiðju um lífsgæði og farsæld í tilverunni. Að lifa og leika skiptir máli bæði fyrir og eftir starfslok,“ segir Sigríður Hulda hressilega. Að lifa og leika er svo mikilvægt segir Sigríður Hulda sem gefur okkur líka góð ráð um það, hvernig hægt er að sporna við einmanatilfinningunni. Sigríður sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og hópa en hefur líka verið með fjöldann allan af sjálfseflandi námskeiðum. Þar á meðal á Spáni og á Ítalíu. Deyja fyrir aldur fram Þegar rýnt er í tölur úr rannsóknum má sjá að um 33% fólks á aldrinum 50-80 ára í Bandaríkjunum upplifir einmanaleika stundum eða oft. Í Evrópu virðist hlutfallið aðeins lægra því þar sýna tölur úr ýmsum rannsóknum að á bilinu 23-34% eldra fólks upplifir einmanaleika og hluti þeirra félagslega einangrun. Þetta gæti hljómað jákvætt fyrir okkur á fróni en Sigríður Hulda segir rétt að staldra við hér eins og annars staðar. „Því í rannsókn ESB frá 2022 þar sem algengi einmanaleika var skoðað óháð aldri, sögðust um 13% Evrópubúa upplifa einmanaleika oft eða alltaf og 35% finna fyrir einmannaleika annað slagið. Þetta sýnir okkur að einmanaleiki er heilt yfir meiri hjá eldra fólki í Evrópu.“ Í öllum tilfellum segir Sigríður Hulda einmanaleika síðan fyrirfinnast í meira mæli hjá fólki sem býr ekki við góða andlega eða líkamlega heilsu, hjá atvinnuleitendum, öryrkjum eða fólki sem hefur orðið fyrir áföllum og missi. Það sem rannsóknir sýna okkur er að einmanaleiki er skaðlegur fyrir andlega, félagslega og líkamlega heilsu okkar. Dr. Murthy hefur rannsakað einmanaleikann mikið og það var hann sem kynnti þær niðurstöður að einmanaleiki styttir lífsskeiðið jafn mikið og að reykja fimmtán sígarettur á dag og einmana fólk er 50% líklegra til að deyja fyrir aldur fram.“ Í þessu samhengi má líka benda á að einmanaleiki er að aukast hratt í öllum aldurshópum: Líka hjá unga fólkinu. Allar rannsóknir sýna þó það sama: Að mestu skipti að fólk haldi heilbrigðum félagslegum tengslum. „Tengsl eru líkleg til að skapa betri lífsstíl en einangrun gerir okkur viðkvæmari fyrir vanlíðan og veikindum - og getur því haft djúpstæð áhrif á heilsu okkar, jafnvel aukið bólgumyndun í líkama, veikt ónæmiskerfið og gert okkur viðkvæmari fyrir streitu og kulnun,“ segir Sigríður Hulda og bætir við: „Það er okkur lífsnauðsynlegt að rækta náin tengsl við aðra manneskju, tilheyra, vera ekki einn eða út undan.“ Sigríður Hulda tekur dæmi um hvernig við mannfólkið erum ekkert endilega svo ólík spendýrum hvað þetta varðar. „Síðastliðið haust fór ég til Afríku og þegar ég horfði hugfangin á dýrahjarðir á vernduðum svæðum hugsaði ég einmitt með mér að hvernig þetta er alls staðar eins. Því ef þú villist frá hjörðinni eða hjörðin hafnar þér þá er líf þitt í hættu.“ Sigríður Hulda segir nýja rannsókn frá Harvard háskóla sýna vel hversu mikil þörf manneskjan hefur fyrir tengsl. „Þessi þörf okkar fyrir félagsleg tengsl er svo líffræðilega rótgróin í okkur að hún er sambærileg og grunnþarfir eins og að fá mat og svefn. Rannsóknin greindi taugabrautir í heilanum sem stjórna félagslegri þörf, sem skýrir hvers vegna skortur á tengslum getur haft djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu.“ Fæstir gera sér grein fyrir að einmanaleiki styttir lífsskeiðið jafn mikið og ef fólk reykir fimmtán sígarettur á dag. Sigríður Hulda segir lykilatriðið snúast um að rækta heilbrigð og góð félagsleg tengsl. Þó þurfi fólk að skilja að það að vera einn eða einmana er ekki það saman. Vísir/Anton Brink Hverjir geta orðið einmana? Þegar kemur að alvarleika einmanaleikans á líf og heilsu, segir Sigríður Hulda mikilvægt að muna að náin sambönd og nánd skapar fólki hamingju umfram völd, frægð eða fjármuni. Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á í áratugi. Það er hins vegar mikill misskilningur að það eitt og sér að eiga maka, börn og vini koma í veg fyrir að fólk verði einmana. Því málið snýst ekki um hvort við eigum einhverja að heldur hvort við séum í góðum og virkum félagslegum tengslum. „Já stundum heyrir maður þá sem eiga fjölskyldu segja við þá sem búa einir: ,,Ég væri nú alveg til í að fá smá tíma út af fyrir mig og frí frá öllu“, en það er bara ekki tilveran sem sá sem býr einn lifir við, sá aðili er ekki í tímabundnu fríi, að búa ein/n er hans daglegi raunveruleiki og það á misvel við fólk eins og gengur,“ segir Sigríður Hulda en bætir við: „Við getum fundið einmanaleika þrátt fyrir að vera í reglulegu samneyti við aðra ef við söknum nándar, trausts og dýpri tengsla.“ Og Sigríður Hulda segir jafnframt: „Það sem skiptir mestu máli er hvort persónubundinni þörf okkar fyrir félagsleg samskipti og tengsl sé fullnægt. Að vera ein/einn þarf alls ekki að vera það sama og að vera einmana, það er þetta jafnvægi milli þess að vera með sjálfum sér og að vera með öðrum sem er persónubundið og mikilvægt. Ákveðin einsemd er okkur holl og getur skapað friðsæld innra með okkur, þá þarf það að vera val viðkomandi sem styður við vellíðan og heilbrigði.“ Vissulega geti það þó oft verið að fólk sem býr eitt sé líklegra en margir aðrir til að upplifa einmanaleika, því þá eru dagleg samskipti við annað fólk oft minni. Niðurstaðan snúist þó alltaf um það sama: Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Sigríður Hulda segir fólk sem hefur upplifað einmanaleika áður líklegra en annað fólk til að upplifa einmanaleika eftir starfsflok. Það eigi líka við um fólk sem hefur að miklu leyti skilgreint ímynd sína í gegnum starfið. Einmanaleiki sprettur af þeirri tilfinningu að upplifa skort á fullnægjandi og heilbrigðum félagslegum tengslum.Vísir/Anton Brink Þegar talið berst að einmanaleika við starfslok segir Sigríður Hulda. „Einstaklingar sem upplifa einmanaleika fyrir starfslok eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndiseinkenni eftir starfslok. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að styðja við félagsleg tengsl áður en fólk hættir störfum. Fjölskyldustaða og virkni innan fjölskyldu er mótandi þáttur, lífsgleði, virkni, vanvirkni og drifkraftur í fari einstaklingsins skipta líka máli.“ Sigríður Hulda nefnir fleiri dæmi. „Þeir sem skilgreina ímynd sína sterkt í gegnum starfið, hafa ekki byggt upp félagslegt net eða áhugamál finna oft mikinn tómleika og tilgangsleysi við starfslok. Þessi tilfinning virðist þó oft ekki koma strax, fyrst kemur léttir og upplifunin að vera í fríi, en eftir nokkra mánuði tekur veruleikinn við.“ Sigríður Hulda segir rannsóknir sýna að einmanaleiki við starfslok sé flókið fyrirbrigði. Alltaf snúist líðanin þó um skort á félagslegum tengslum. „Svo má ekki gleyma því að félagsþörf okkar er misjöfn. Við getum fundið einmanaleika þrátt fyrir að vera í reglulegu samneyti við aðra ef við söknum nándar, trausts og dýpri tengsla.“ Sem betur fer er hafsjór af góðum ráðum sem fólk getur gripið til gegn einmanaleikatilfinningunni. Sigríður Hulda útsýrir fyrir okkur hvernig við þurfum að horfa á félagsleg tengsl og samskipti miðað við þrjár ólíkar víddir: Í fjölskyldunni okkar, í vina- og kunningjahjópnum okkar og síðan í samfélaginu. Góðu ráðin Sem betur fer er hafsjór að góðum ráðum gegn þeim heimsfaraldri sem einmanaleikinn virðist vera. Við starfslok skiptir til dæmis máli að halda áfram daglegri rútínu. „Góð dagleg rútína, hreyfing, félagsskapur, áhugamál, verkefni sem hafa merkingu og jafnvel eitthvað nýtt og spennandi – eru allt mikilvægir þættir við starfslok. Þetta þarf að undirbúa og byggja upp.“ Að fólk endurskipuleggi sig þannig að aukin áhersla sé lögð á góð félagsleg tengsl er líka mikilvægt. „Kvenfélag út á landi getur unnið gegn einmanaleika og þar með aukið lífsgæði og tilgang einstaklings til að lifa og vera virkur í samfélaginu,“ nefnir Sigríður Hulda sem dæmi um hvernig félagsstarf getur hjálpað. Þá segir Sigríður Hulda það mikilvægt að samfélagið í heild sinni forðist þá „stimplun“ sem hefur fylgt því að ræða um einmanaleikann. Mikilvægt sé að opna á umræðuna. Það þykir ekki töff að segjast vera einmana. Því fara aðrir að hugsa: já er hann/hún svona leiðinleg eða ósjálfbjarga.“ Í ljósi þess hversu einmanaleiki er að aukast hratt og hversu alvarlegur hann er heilsu fólks, sé mikilvægt að sporna við því að fólk upplifi skömm af því að viðurkenna einmanaleika. Sigríður Hulda segir það geta skapað ákveðna skömm hjá fólki að viðurkenna einmanaleika. „Þessi skömm tengist þeirri upplifun að vera ekki verður ástar eða að vera hafnað. Sem flestir hafa upplifað einhvern tíma um ævina, mismunandi sterkt og þar af leiðandi hafa áhrifin verið mismikil. Stundum höfum við bælt svona óöryggi rækilega niður án þess að gera okkur grein fyrir því.“ Sigríður Hulda segir mikilvægt að opna umræðuna um einmanaleikann því hann sé svo skaðlegur andlegri og líkamlegri heilsu, sé dýr fyrir samfélagið og þó að aukast svo hratt að það að fólk skammist sín fyrir að vera einmana og þori því ekki að ræða um það einfaldlega gengur ekki lengur. Vísir/Anton Brink Þegar við höfum viðurkennt vandann, fyrir sjálfum okkur eða öðrum, er fyrsta víddin sem Sigríður Hulda segir að við þurfum að skoða sé fjölskylda og vinir og þessi daglegu tengsl. „Hér eru nánustu tengslin og tilfinningin um að tilheyra sem er okkur nauðsynleg. Í þessari vídd er mikilvægt að finna skjól og skapa skjól fyrir þig og þína.“ Næst eru það vinir og kunningjar. „Það skiptir máli að vera hluti af hóp eða félagsskap sem hittist reglulega og gerir eitthvað jákvætt og gefandi saman. Til dæmis í hreyfihóp sem fer að ganga eða hjóla, í bókaklúbbi, matarklúbbi, spjallklúbbi, félagasamtökum og svo framvegis.“ Þriðja víddin er síðan sú að vera hluti af samfélaginu. „Það getur þýtt að hjálpa öðrum eða láta gott af sér leiða, að nýta sér menningu og viðburði, opin rými eins og söfn eða sundlaugar, fara á kaffihús og fleiri staði þar sem þú ert innan um aðra.“ Sigríður Hulda nefnir dæmi frá sjálfri sér. „Nánd og einlægni eru mér mikilvæg þannig að félagsskapur þar sem ég upplifi litla einlægni hentar mér ekki vel. En hver og einn þarf að finna það sem gefur okkur og rækta það.“ Þess vegna sé svo gott að vera meðvituð um þessar þrjár ólíku víddir sem félagsauðurinn byggir á og rækta þessar víddir á þann hátt sem gagnast okkur best. Atriði eins og umburðalyndi, kærleikur og heilbrigð mörk hjálpi okkur til að skoða hvort það sé einhver skekkja í samböndum okkar við fólk eða hvort það sé jafnræði. Út frá þessu þurfi síðan að vinna. „Hver og einn þarf að finna það sem gefur og rækta það, eins og við séum að raða blómum í kringum okkur og gefum okkur tíma til að vökva þau, veita þeim athygli – hlusta og segja „mér þykir vænt um þig:“ Látum okkur varða um hvert annað.“
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01
Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01
Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03