Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 12:40 George Simion, leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, greiðir atkvæði. AP Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion. Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion.
Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14