Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 20:05 Jóhanna Viborg, sem var stjórnandi bútasaumsdaganna í Hveragerði en hún er líka með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem allt fæst til bútasaums. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi. Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi.
Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira