Felix kveður Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 19:35 Felix Bergsson í hlutverki fararstjóra í síðasta skiptið. Fyrsta ferðin var til Dusseldorf en sú síðasta til Basel. Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision. Felix, sem er staddur í Düsseldorf í Þýskalandi, greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins í fyrra vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Gísli Marteinn fór því sem fararstjóri en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu. Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Felix, sem er staddur í Düsseldorf í Þýskalandi, greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins í fyrra vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Gísli Marteinn fór því sem fararstjóri en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu.
Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira