Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Hjörvar Ólafsson skrifar 19. maí 2025 23:29 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Skagamenn hafa fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu-deild karla í fótbolta en eftir 3-1 tap liðsins gegn FH í sjöundu umferð deildarinnar uppi á Skipaskaga í dag er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig. „Við vorum með fín tök á þessum leik allan tímann. Við komum sterkir inn í leikinn og svo öflugir inn í seinni hálfleikinn. Það er hins vegar sama sagan hjá okkur og hefur verið í upphafi þessa sumars að við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins, ósáttur við niðurstöðuna en sáttur við margt í spilamennskunni. „Við sleppum nokkrum sinnum einir í gegn í þessum leik og Gísli Laxdal hefði getað komið okkur yfir en nær ekki að klára það færi. Mathias ver svo vel frá Rúnari Má og við fengum fjölmargar stöður og sjénsa á að skora fleiri en eitt mark í þessum leik,“ sagði Jón Þór þar að auki. Skagamenn sem byggðu góðan árangur sinn á sterkum varnarleik síðasta sumar hafa nú fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum þessa keppnistímabils. Jón Þór er full meðvitaður um að slík tölfræði kann ekki góðri lukku að stýra. „Það er hins vegar ljóst að ef að við höldum áfram að fá á okkur svo mörg ódýr mörk og nýtum ekki sjénsana þá verða stigin fá. Við getum tekið fullt jákvætt úr þessum leik en við fáum ekkert fyrir það í stigum talið og um það snýst þetta,“ sagði hann. Besta deild karla ÍA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
„Við vorum með fín tök á þessum leik allan tímann. Við komum sterkir inn í leikinn og svo öflugir inn í seinni hálfleikinn. Það er hins vegar sama sagan hjá okkur og hefur verið í upphafi þessa sumars að við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins, ósáttur við niðurstöðuna en sáttur við margt í spilamennskunni. „Við sleppum nokkrum sinnum einir í gegn í þessum leik og Gísli Laxdal hefði getað komið okkur yfir en nær ekki að klára það færi. Mathias ver svo vel frá Rúnari Má og við fengum fjölmargar stöður og sjénsa á að skora fleiri en eitt mark í þessum leik,“ sagði Jón Þór þar að auki. Skagamenn sem byggðu góðan árangur sinn á sterkum varnarleik síðasta sumar hafa nú fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum þessa keppnistímabils. Jón Þór er full meðvitaður um að slík tölfræði kann ekki góðri lukku að stýra. „Það er hins vegar ljóst að ef að við höldum áfram að fá á okkur svo mörg ódýr mörk og nýtum ekki sjénsana þá verða stigin fá. Við getum tekið fullt jákvætt úr þessum leik en við fáum ekkert fyrir það í stigum talið og um það snýst þetta,“ sagði hann.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira