Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 06:04 Myndin er tekin í Breiðafirði og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar auk sjóbjörgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, Grundarfirði, Rifi og Stykkishólmi voru kallaðar út á öðrum tímanum í nótt í kjölfar þess að staðsetningarmerki fiskibáts bárust ekki lengur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48