Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 06:04 Myndin er tekin í Breiðafirði og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar auk sjóbjörgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, Grundarfirði, Rifi og Stykkishólmi voru kallaðar út á öðrum tímanum í nótt í kjölfar þess að staðsetningarmerki fiskibáts bárust ekki lengur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48