Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2025 12:40 Ferðamanni hjálpað yfir í björungarbát í Ísafjarðardjúpi. Landsbjörg Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg
Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira