Lífið

Rikki G og Val­dís eiga von á barni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image
vísir

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir eiga von á barni.

Frá þessu greina hjónin á samfélagsmiðlum, en fyrir eiga þau eina stúlku.

„Eftir mikið ferli og mikla þolinmæði stækkar fjölskyldan síðar á árinu,“ segir í færslu Rikka.

Rikki G sér um morgunþáttinn Brennsluna á FM957 ásamt Agli Ploder, en hann var einnig dagskrárstjóri FM957 í ellefu ár, þangað til hann sagði starfi sínu lausu í vor. Greint var frá því að hann ætlaði sér að taka þátt í umfjöllun Stöðvar 2 um enska boltann í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.