Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 22:37 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54