„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 11:01 Ange Postecoglou stóð við stóru orðin sem hann lét falla í upphafi tímabils. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
„Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira