Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Húsið var upprunalega byggt árið 1902. Fasteignavefur Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir. Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira