Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 12:02 Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti SÍNE. Vísir/Arnar Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira