Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 00:04 Rannsóknin miðar að því að dýpka skilning á áhrifum ólíks vinnufyrirkomulags á líðan starfsfólks. Háskóli Íslands Fólk í staðbundinni vinnu finnur fyrir meiri streitu en fólk í fjarvinnu en hvert vinnufyrirkomulag fyrir sig hefur sína kosti og galla. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra. Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra.
Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira