Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 10:33 Tundurspillirinn á hliðinni en búið er að leggja bláan dúk yfir skipið. Myndin var tekin þann 24. maí. AP/Maxar Technologies Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira