Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 13:28 Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík og félagar hans hjá fyrirtækinu hafa verið dæmd til að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð. mast/kaldvík Lögð hefur verið stjórnvaldssekt á Kaldvík að upphæð 500.000 króna vegna brota á lögum um dýravelferð. MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent