Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 08:31 Donald Trump hefur komið þeim Todd og Julie Chrisley til bjargar og náðað þau. Todd fékk tólf ára dóm en Julie sjö og hafa þau setið inni frá janúar 2023. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira