Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2025 10:49 Þorleifur Jón Hreiðarsson ætlar ekki að láta það óátölulaust að fram hjá sér hafi verið gengið þegar landsliðshópur öldunga í keilu var skrúfaður saman. Lögmaður hans hefur nú sent bréf vegna málsins til forystunnar. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson hefur leitað til lögfræðings sem sent hefur forseta- og íþróttastjóra bréf þar sem hann krefst svara við því hvers vegna gengið var fram hjá honum við val á landsliði keilara. Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða. ÍSÍ Keila Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða.
ÍSÍ Keila Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira