Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 10:59 Kjörstöðum í Skagafirði var fækkað úr átta í þrjá snemma árs 2023. Nú eru kjördeildir á Sauðárkróki, Varmahlíð og á Hofsósi. Vísir/Anton Brink Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðasta áratuginn og að í framhaldinu verði metið hvort fækkun kjörstaða hafi mögulega leitt til lakari kjörsóknar. Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða. Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða.
Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira