Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. maí 2025 20:02 Ross Edgley hefur ýmsa fjöruna sopið, eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. vísir/skjáskot Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“ Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“
Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira