Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:01 Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi. Getty/Ben McShane Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira