Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 23:21 Imane Khelif kyssir hér Ólympíugullið eftir sigur sinn í París í ágúst í fyrra. Getty/Richard Pelham Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf. Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn. Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45
„Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03