Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 21:38 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Viktor Freyr Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. „Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama. Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Sjá meira
„Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama.
Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Sjá meira