Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 13:00 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. vísir/einar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk. Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent