Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. júní 2025 19:37 Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Samsett/Vilhelm Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“ Veður Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“
Veður Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira