Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. júní 2025 19:37 Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Samsett/Vilhelm Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“ Veður Samgöngur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“
Veður Samgöngur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira