Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 21:14 Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er talinn sigursælastur. EPA Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu. Suður-Kórea Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu.
Suður-Kórea Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira