Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 10:38 Íslenska kvennalandsliðið æfði á nýju grasi Laugardalsvallar í gær. Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira