Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 10:56 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“