Endurfrumsýning Brúðubílsins: „Lilli er eiginlega bróðir minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júní 2025 19:01 Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri. vísir/bjarni Fall er fararheill - en Brúðubíllinn neyddist til að aflýsa endurfrumsýningu sinni í gær eftir að hafa legið í dvala til lengri tíma. Því var frumsýnt í dag í blíðviðri í Guðmundarlundi. Fréttastofa fylgdist með endurkomu eins frægasta apa landsins. Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur. Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur.
Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira