Þrír reyndu að komast undan lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 07:30 Svo virðist sem lögregluþjónar hafi verið uppteknir í nótt og eru fjölmörg mál skráð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira