Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 06:37 Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum við alríkisbyggingu í Santa Ana í Kaliforníu í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58