Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 10:30 Florian Wirtz virðist vera á leiðinni til Liverpool, viðræður eru sagðar á lokastigi. Getty/Pau Barrena Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira