„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 21:49 Play stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Vilhelm Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum. Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum.
Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira