Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:48 Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“ Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“
Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32