

Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi.
Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum.
Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool.
Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans.
Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum.
Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað.
Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt.
Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem breytingar gagnast samfélaginu öllu, að þau tækifæri sem þær fela í sér nýtist öllum og við fylgjum skýrri framtíðarsýn. Að tryggja að breytingarnar auki verðmætasköpun sem öll fá sanngjarna hlutdeild í og treystir velsæld alls almennings. Þetta er verkefni næstu ára.
Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu.
Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu.
Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum.
Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni.
Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra.
Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof.
Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er.
Frá því að staða efnahagsmála tók að batna eftir efnahagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær.
Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað.
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn.
Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland.
Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu.
Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar.
Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera.
Við eigum tölur um fátækt. Meðal annars nýlegar tölur frá Unicef á Íslandi að 9,1% barna á Íslandi líði skort, einkum þegar kemur að húsnæði. Þetta eru um 6000 börn og þar af líða um 1600 börn verulegan skort.
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins.
Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur.
Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur.
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað.
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að