„Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 09:01 Starf knattspyrnustjórnans Pep Guardiola hjá Manchester City var aldrei í hættu þrátt fyrir níu töp í þrettán leikjum. Getty/Alex Broadway Pep Guardiola segir að Manchester City hafi staðið betur við bakið á sér en félög eins og Barcelona og Real Madrid hefðu gert í sömu sporum. Það gekk lítið upp hjá Manchester City á nýloknu tímabili eftir mikla sigurgöngu árin á undan. Liðið endaði á því að missa af öllum titlum. Þetta er versta tímabilið undir stjórn Guardiola en liðið endaði í þriðja sæti og þrettán stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool. Versti kaflinn var frá lok október fram í miðjan desember þegar liðið tapaði níu sinnum í þrettán leikjum. „Eins og þetta tímabil gekk og ef ég hefði verið að þjálfa á Spáni þá hefði ekki verið lengur þjálfari í október, nóvember eða desember,“ sagði Pep Guardiola við DAZN í viðtali sem var tekið í tengslum við heimsmeistarakeppni félagsliða. „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig,“ bætti Guardiola við. „Hér var þetta engin spurning. Þú verður að sýna aðeins meiri þolinmæði,“ sagði Guardiola en það hjálpaði heilmikið að hann var búinn að vinna ensku deildina fjögur ár í röð og þrennuna fyrir tveimur árum. City gerði gott betur og framlengdi samninginn við Guardiola í nóvember eða þegar gekk sem verst. Guardiola benti á örlög Carlo Ancelotti hjá Real Madrid en þar var annar sigursæll þjálfari. „Sjáðu bara Ancelotti. Hann vann Meistaradeildina og spænsku deildina fyrir fjórum dögum og nú er farinn að þjálfa í Brasilíu,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Það gekk lítið upp hjá Manchester City á nýloknu tímabili eftir mikla sigurgöngu árin á undan. Liðið endaði á því að missa af öllum titlum. Þetta er versta tímabilið undir stjórn Guardiola en liðið endaði í þriðja sæti og þrettán stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool. Versti kaflinn var frá lok október fram í miðjan desember þegar liðið tapaði níu sinnum í þrettán leikjum. „Eins og þetta tímabil gekk og ef ég hefði verið að þjálfa á Spáni þá hefði ekki verið lengur þjálfari í október, nóvember eða desember,“ sagði Pep Guardiola við DAZN í viðtali sem var tekið í tengslum við heimsmeistarakeppni félagsliða. „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig,“ bætti Guardiola við. „Hér var þetta engin spurning. Þú verður að sýna aðeins meiri þolinmæði,“ sagði Guardiola en það hjálpaði heilmikið að hann var búinn að vinna ensku deildina fjögur ár í röð og þrennuna fyrir tveimur árum. City gerði gott betur og framlengdi samninginn við Guardiola í nóvember eða þegar gekk sem verst. Guardiola benti á örlög Carlo Ancelotti hjá Real Madrid en þar var annar sigursæll þjálfari. „Sjáðu bara Ancelotti. Hann vann Meistaradeildina og spænsku deildina fyrir fjórum dögum og nú er farinn að þjálfa í Brasilíu,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira